Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Margt um að vera á öðrum degi Ljósanætur
Föstudagur 1. september 2006 kl. 10:42

Margt um að vera á öðrum degi Ljósanætur

Það verður margt um að vera í dag á öðrum degi Ljósanætur í Reykjanesbæ.

Á meðal dagskrárliða má nefna Prójekt Patterson sem hefst klukkan 17 í Suðsuðvestur  með myndlsitarsýningu en hluti prójektsins fer einnig fram í gömlu Sundhöllinni klukkan 20 með vel ígrunduðum tónlistarrannsóknum, þar sem breskar sundballerínur verða hluti af umgjörð verksins.

Opnuð verður sýning á verkum Steinunnar Marteinsdóttur í Listasafni Reykjanesbæjar klukkan 18. Við Sparisjóðinn í Keflavík verður áhugaverð tónlistardagsskrá milli klukkan 16:30 og 17:30 og Landsbankinn býður einnig upp á skemmtidagskrá frá kl. 16 - 20.

“Fast þeir sóttu sjóinn” er heitir skemmtidagskrár í boði Glitnis  sem hefst vð Duus klukkan 20:30.

Vert er að minna á allar þær áhugaverðu mynlistarsýningar sem opnuðu í gær og ljósmyndasýningu Ljósops í gamla Félagsbíói.

Það er því heilmikið um að vera á öðrum degi Ljósanætur og hægt er að kynna sér dagksrárliði nánar á www.ljosanott.is, einnig í fylgiblaði Víkurfrétta í gær.

Mynd: Frá setningu Ljósanætur í gær.

 

VF-mynd:elg

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024