Margrét Sanders leiðir xD í Reykjanesbæ
Á fundi Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ í kvöld var tillaga uppstillingarnefndar samþykkt samhljóða fyrir fullu húsi, eftir fjörugar og uppbyggjandi umræður.
„Listinn er skipaður 22 öflugum einstaklingum með mismunandi bakgrunn og áhugasvið en umfram allt gott sjálfstæðisfólk á öllum aldri með fjölbreytta reynslu. Hann státar einnig af nýbreytni og ferskleika þar sem 6 af 12 efstu sætunum skipa einstaklingar sem ekki hafa komið við sögu á lista Sjálfstæðisflokksins áður,“ segir í tilkynningu frá fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.
1. Margrét Sanders, ráðgjafi
2. Baldur Þ. Guðmundsson, bæjarfulltrúi
3. Anna S. Jóhannesdóttir, rekstrar- og mannauðsstjóri
4. Ríkharður Ibsen, framkvæmdastjóri
5. Andri Örn Víðisson, kerfisfræðingur
6. Hanna Björg Konráðsdóttir, lögfræðingur
7. Ísak Ernir Kristinsson, háskólanemi
8. Þuríður B. Ægisdóttir, stjórnmálafræðingur
9. Sigrún Inga Ævarsdóttir, verkefnastjóri
10. Brynjar F. Garðarsson, háskólanemi
11. Jónína Birgisdóttir, ljósmóðir
12. Kristján Rafn Guðnason, yfirverkstjóri
13. Barbara María Sawka, sjúkraliði
14. Sigurður Mar Stefánsson, bókari
15. Anna Steinunn Jónasdóttir, stjórnmálafræðingur
16. Grétar Guðlaugsson, verkefnastjóri/byggingafr.
17. Birgitta Rún Birgisdóttir, flugfreyja
18. Páll Orri Pálsson, framhaldsskólanemi
19. Karólína Júlíusdóttir, viðskiptamenntun
20. Albert Albertsson, hugmyndasmiður
21. Böðvar Jónsson, viðskiptafræðingur
22. Árni Sigfússon, bæjarfulltrúi
„Mikil stemmning ríkir í herbúðum sjálfstæðismanna sem ganga fylktu liði til komandi kosninga með nýjan oddvita listans, Margréti Sanders í fararbroddi,“ segir jafnframt í tilkynningunni.