Margrét Sanders kjörin formaður SVÞ
Njarðvíkingurinn Margrét Sanders, framkvæmdastjóri Deloitte ehf., var kjörin formaður Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) á aðalfundi þeirra í fyrradag. Hún tók við af Margréti Kristmannsdóttur, framkvæmdastjóra Pfaff ehf, sem sinnt hefur formennsku fyrir samtökin sl. fimm ár. Þetta kemur fram á vef samtakanna.
Meðstjórnendur sem voru endurkjörnir, voru: Guðrún Jóhannesdóttir, Kokka ehf., Margrét G. Flóvenz, KPMG ehf. og Hörður Gunnarsson, Olíudreifing ehf. Nýir stjórnarmenn voru kjörnir: Ari Edwald, 365 miðlar ehf., Árni Stefánsson, Húsasmiðjan ehf. og Eysteinn Helgason, Kaupás ehf. Þrír stjórnarmenn viku úr stjórn eftir fimm ára stjórnarsetu: Finnur Árnason, varaformaður, Hagar ehf., Guðmundur Halldór Jónsson, Byko ehf. og Sigríður Margrét Oddsdóttir, Já upplýsingaveitur ehf.
Á fundinum voru samþykktar tillögur til breytinga á samþykktum samtakanna er lúta að hámarks stjórnarsetu. Mega stjórnarmenn nú sitja samfellt í stjórn að hámarki sex ár í stað fimm áður.