Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 14. mars 2002 kl. 15:23

Margmenni hjá S. Hólm í Njarðvík er Undri fékk umhverfismerkisleyfi

Í dag veitti Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra S. Hólm umhverfismerkisleyfi fyrir Undra iðnaðarhreinsiefnin. Undri er fyrsta iðnaðarhreinsiefnið sem hlýtur vottun Norræna Umhverfismerkisins á Íslandi en Ísland er einmitt í forsvari fyrir viðmiðunarreglurnar sem liggja til grundvallar leyfisveitingunni. Hjá fyrirtækinu starfa Sigurður Hólm Sigurðsson framkvæmdastjóri, Eygló Hjálmarsdóttir skrifstörf, Ragnar Ragnarsson gæðastjóri og Örn Þór Úlfsson makaðsstjóri.

Undri var þróaður á Iðntæknistofnun Íslands með styrk frá Rannsóknarráði Íslands. Hann var þróaður með það í huga að nýta kindamör, sem er vannýtt aukaafurð, í hreinsiefni sem nota mætti til að hreinsa fitu, olíu og tjöru sem til fellur í ýmsum
iðnaði. Þessi nýting á hráefni,sem að öðrum kosti yrði að farga, eykur enn á gildi þessarar framleiðslu fyrir umhverfið. Einnig kemur þessi viðurkenning á Undra iðnaðarhreinsiefnunum sér vel fyrir þau fyrirtæki og stofnanir sem eru með yfirlýsta umhverfisstefnu þar sem öllum ráðum er beitt til að valda sem minnstri mengun í náttúrunni. S. Hólm er þriðja fyrirtækið sem hlýtur umhverfismerkisleyfi á Íslandi hin fyrirtækin eruFrigg fyrir Maraþon milt þvottaefni og Prentsmiðjan hjá Guðjóni Ó. fyrir prentverk.

Framleiðsla á Undra hreinsiefnunum hófst árið 1998 og hefur vaxið ár frá ári. Nú standa yfir samningar við norska byggingarvörukeðju um dreifingu á Undra Penslasápunni í Noregi.

Fyrirtækið S. Hólm framleiðir í dag Undra Penslasápu, Undra tjöruhreinsi, Undra iðnaðarhreinsi, Undra línusápu og Undra kvoðuhreinsi.

Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar við þetta tækifæri í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024