Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Margir vilja í Út-Garðinn
Heitasta svæðið í Garðinum í dag. Húsið hér neðst til hægri er nr. 51 við Skagabraut.
Fimmtudagur 5. apríl 2018 kl. 11:28

Margir vilja í Út-Garðinn

Margir sýna því nú áhuga að byggja íbúðarhúsnæði við Skagabraut í Garði en gatan liggur um Út-Garðinn.
 
Kristín Kristjánsdóttir hefur sótt um lóðina Skagabraut 26 undir byggingu einbýlishúss. Hún hefur áður sótt um lóðina en þá var unnið að deiliskipulagi svæðisins.
 
Hlíðar Sæmundsson hefur sótt um lóðina Skagabraut 59 undir einbýlishús og þá hefur Þorsteinn Heiðarsson sótt um lóðina Skagabraut 49 undir einbýlishús.
 
Þá hefur Pétur Bragason ehf. sótt um lóðirnar Skagabraut 53, 55-57 og 59 undir byggingu tveggja einbýlishúsa og raðhúss. Samþykkt var að úthluta Pétri lóðunum Skagabraut 53 og 55-57 með fyrirvara um taðfestingu Skipulagsstofnunnar á heimild til að auglýsa gildistöku tilheyrandi deiliskipulags en sami fyrirvari á einnig við um aðrar lóðarumsóknir við Skagabraut.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024