Margir sækja um vinnuskóla
Fjöldi ungmenna nýtti sér þá þjónustu Reykjanesbæjar að sækja um starf í Vinnuskólanum á rafrænan máta en umsóknarfrestur rann út í gær 14. maí. Rúmlega 100 nemendur sóttu um rafrænt að þessu sinni en alls sóttu um 350 ungmenni um starf í sumar.Helstu verkefni vinnuskólans eru almenn hreinsun á opnum svæðum, tyrfing og beðahreinsun, sláttur og rakstur og sláttur í görðum ellilífeyrisþega og öryrkja.
Nemendur munu á næstunni fá heim bréf með helstu upplýsingum um starfið í sumar.
Frekari upplýsingar gefur Ragnar Örn Pétursson forvarnar- og æskulýðsfulltrúi í síma 421 6700. Einnig er hægt að senda póst á netfangið [email protected]
Frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar.
Nemendur munu á næstunni fá heim bréf með helstu upplýsingum um starfið í sumar.
Frekari upplýsingar gefur Ragnar Örn Pétursson forvarnar- og æskulýðsfulltrúi í síma 421 6700. Einnig er hægt að senda póst á netfangið [email protected]
Frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar.