Margir héldu til í köldum bílum á Reykjanesbrautinni
Miklar annir vöru hjá lögreglu og björgunarliði í óveðrinu á föstudaginn. Lögreglan fékk um 2000 símhringingar og gat engan veginn annað öllum útköllunum. Megináhersla var lögð á að koma fólki til hjálpar sem var innlyksa í bílum sínum á Reykjanesbrautinni, en margir hverjir voru með ung börn í bílunum og jafnvel orðnir bensínlausir þannig að bílarnir voru orðnir mjög kaldir. Fólki var bent á að reyna að komast í nærliggjandi bíla þangað til hjálp bærist.Allar björgunarsveitir kallaðar útSamkvæmt veðurspá átti stormurinn að ganga yfir á skömmum tíma og því átti að láta fólkið hinkra þangað til hægt væri að moka. En storminn lægði ekki og um átta leytið á föstudagskvöldið voru allar björgunarsveitir á Suðurnesjum og sjálfboðaliðar ásamt lögreglu komnir út á braut til að koma fólki til bjargar. Athvarf í björgunarsveitarhúsinuFólkið var síðan selflutt í björgunarsveitarhúsið í Njarðvík þar sem Rauða kross fólk tók á móti því og veitti því aðhlynningu og hressingu. Kaffistofan á lögreglustöðinni í Keflavík var líka þétt setin. Hátt í þrjúhundruð manns átti lengri eða skemmri viðdvöl í björgunarsveitarhúsinu þessa nótt. Björgunarsveitir brugðust hratt og vel við og það sýndi sig berlega hversu ómissandi þær eru á svona stundum.Veðurofsinn hindraði björgunarstörfÁ þriðja tug björgunarbíla var að störfum á Reykjanesbrautinni og seinlega gekk að koma fólki til hjálpar vegna verðurofsans. Snjóplógurinn festi sig á brautinni því skyggnið var ekkert og fjöldi bíla sat fastur vítt og breytt en nauðsynlegt var að fjarlægða um 100 bíla til að hægt væri að moka. Reykjanesbrautin lokuðBjörgunarstörfum lauk klukkan þrjú um nóttina en þá hafði veðrinu slotað að mestu og brautin var opnuð aftur klukkustund síðar þegar búið var að ryðja hluta hennar. Lögreglumenn voru við umferðarstjórn fram á laugardag því aðeins var hægt að hleypa umferð í eina átt vegna þrengsla.