Margir heimsóttu Virkjun á opnum degi
Fjölmargir lögðu leið sína í Virkjun mannauðs á Reykjanesi þegar þar var haldinn opinn dagur og kynning á námsframboði í gær laugardag. Keilir á Vallarheiði, Fjölbrautaskóli Suðurnesja og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum kynntu nám sem er í boði á vorönn. Meðal annars er ýmislegt í boði fyrir fólk án atvinnu en fólk sem misst hefur vinnuna er hvatt til að leggja leið sína í Virkjun í byggingu 740 á Vallarheiði og kynna sér fjölbreytta dagskrá sem þar er í boði.
Myndirnar voru teknar á kynningunni sl. laugardag.