Margir árekstrar
Nokkur umferðaróhöpp urðu s.l. fimmtudag þegar snjóstormur skall á öllum að óvörum snemma morguns. Tveir bílar lentu útaf veginum á milli Sandgerðis og Garðs en engin slys urðu á fólki. Tveir árekstar urðu um svipað leyti ofan við Innri Njarðvík en talið er að ökumennirnir hafi ekið á næsta bíl vegna afleits skyggnis.