Margir á hraðferð
Átta ökumenn þurfa að opna budduna eftir gærdaginn til að greiða sektir vegna hraðakstur á Suðurnesjum. Þeir voru allir teknir á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Sá sem hraðast ók var á 136 km/klst. Einn þessara ökumanna var grunaður um ölvun við akstur og mátti fyrir vikið sjá á eftir ökuréttindum sínum til bráðabirgða.