Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Margfalt hærri hvatagreiðslur
Körfuboltastelpur úr Njarðvík.
Miðvikudagur 8. nóvember 2017 kl. 16:02

Margfalt hærri hvatagreiðslur

Hvatagreiðslur Reykjanesbæjar verða nú 28.000 krónur, en í upphafi kjörtímabils voru þær 7.000 krónur og hafa hækkað um 7.000 krónur á ári. Þetta kom fram á bæjarstjórnarfundi Reykjanesbæjar í gær þar sem fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2018 til 2022 var lögð fram.

Einnig hefur verið tekin ákvörðun um að hækka þjálfarastyrki til íþróttafélaga um 6.000.000 króna, til þess að auðvelda þeim að ráða til sín menntaða þjálfara og styrkja það forvarnarstarf sem unnið er af hálfu íþróttafélaganna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá verða einnig veittir fjármunir til þess að taka á leigu húsnæði sem hýsa mun allar bardagaíþróttir í bænum á einum stað.