Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 4. desember 2001 kl. 02:52

Margar vísbendingar - stúlkurnar ófundnar

Lögreglu hefur borist fjöldi vísbendinga um stúlkurnar tvær úr Grindavík sem lýst var eftir um hádegisbil. Þær eru þó ekki komnar fram en talið er líklegt að þær séu í Reykjavík, að sögn Keflavíkurlögreglunnar. Til stúlknanna hafði ekki spurst frá því klukkan 20 á laugardagskvöldi er lögreglan lýsti eftir þeim í dag, en talið er að þær hafi þá um kvöldið haldið til Reykjavíkur.

Stúlkurnar eru Andrea Karen Jónsdóttir, til heimilis að Mánagerði 5 í Grindavík og Sæbjörg María Erlingsdóttir, til heimilis að Ránargötu 1 í Grindavík. Þær eru báðar fæddar árið 1986.

Í tilkynningu frá Keflavíkurlögreglunni segir að Andrea sé í meðallagi há, með brúnt slétt og millisítt hár og sé klædd í svartan anorakk og bláar gallabuxur.

Sæbjörg sé grannvaxin, um 160 sentimetrar á hæð með ljóst axlarsítt hár. Hún er klædd í svarta dúnúlpu og bláar gallabuxur.

Þeir sem gefið geta upplýsingar um ferðir stúlknanna frá því á laugardagskvöldi eru eru beðnir að hafa samband við lögregluna í Keflavík í síma 420-2450.

Morgunblaðið greinir frá.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024