Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Margar góðar hugmyndir til athugunar fyrir næsta ár
Laugardagur 3. desember 2022 kl. 15:12

Margar góðar hugmyndir til athugunar fyrir næsta ár

Yfirferð á framkvæmd Fjölskyldudaga 2022 ásamt fulltrúum félagasamtaka var á fundi frístunda- og menningarnefndar Sveitarfélagsins Voga á dögunum.

Fulltrúar félagasamtaka sem tóku þátt í Fjölskyldudögum voru gestir fundarins undir þessum lið. Rætt var vítt og breitt um dagskrána og framkvæmd hátíðarinnar. Margar góðar hugmyndir komu fram sem teknar verða til athugunar fyrir næsta ár.

Frístunda- og menningarnefnd þakkar öllum félagasamtökum sem komu að hátíðinni í ár fyrir sitt framlag. Einnig íbúum sem settu svip á hátíðina, m.a. með flottum skreytingum, segir í fundargerð nefndarinnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024