Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Már semur stuðningsmannalag fyrir Keflavík
Á neðri mynd má sjá Má flytja lagið fyrir Keflavíkurliðið. Mynd Kristján Guðmundsson.
Mánudagur 12. ágúst 2013 kl. 09:29

Már semur stuðningsmannalag fyrir Keflavík

Tekur lagið upp í Geimsteini

Hinn efnilegi tónlistarmaður, Már Gunnarsson hefur verið áberandi að undanförnu á knattspyrnuleikjum Keflavíkur. Már lætur þar vel í sér heyra á áhorfendapöllunum og hrífur gjarnan stuðningsmenn með sér.

Nú er svo komið að Már hefur samið stuðningsmannalag handa Keflvíkingum, en hann flutti lagið fyrir liðið á dögunum. Að sögn viðstaddra hljómaði lagið glimrandi vel og nú stendur til að Már fari í hljóðver Geimsteins og taki lagið upp. Spennandi verður að heyra útkomuna en eins og heyra má í meðfylgjandi myndskeiði frá sjónvarpsþætti Víkurfrétta þá er Már mjög fær tónlistarmaður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024