Már kemst ekki leiðar sinnar
Már Gunnarsson, 6 ára piltur í Reykjanesbæ, heimsótti í gær Árna Sigfússon bæjarstjóra og sagði farir sínar ekki sléttar.
Már er verulega sjónskertur og notast við blindrastaf. Að hans sögn er það alltof algengt að bíleigendur leggi bílum sínum á gangstéttar, sérstaklega þar sem þær eru ekki upphækkaðar en það á einmitt við um Austurbraut þar sem hann býr.
Við tökum undir athugasemdir Más og hvetjum íbúa til þess að sýna tillitssemi í umferðinni, segir á vef Reykjanesbæjar.
Már er verulega sjónskertur og notast við blindrastaf. Að hans sögn er það alltof algengt að bíleigendur leggi bílum sínum á gangstéttar, sérstaklega þar sem þær eru ekki upphækkaðar en það á einmitt við um Austurbraut þar sem hann býr.
Við tökum undir athugasemdir Más og hvetjum íbúa til þess að sýna tillitssemi í umferðinni, segir á vef Reykjanesbæjar.