Mannslát: Lögreglan fer hús úr húsi - myndir
Allt tiltækt lögreglulið frá lögreglunni á Suðurnesjum hefur komið að rannsókn máls, þar sem maður fannst látinn utandyra við Bjarnavelli snemma í morgun. Meðal annars hafa lögreglumenn farið hús úr húsi og rætt við íbúa í hverfinu.
Litlar upplýsingar er að hafa hjá lögreglunni um rannsókn málsins, aðrar en þær að rannsókninni miði vel.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í Eyjahverfinu í Keflavík í morgun og sýna lögreglumenn að störfum í hverfinu.
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson