Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mannsbjörg er bátur brann við Garðsskaga
Það var mikill eldur í bátnum sem brann nærri Garðsskaga fyrr í þessari viku. Mynd/Hjörtur Jóhannsson.
Föstudagur 12. júlí 2013 kl. 09:51

Mannsbjörg er bátur brann við Garðsskaga

Eins kom fram á vf.is fyrr í vikunni þá kom eldur upp í bát skammt frá Garðsskaga fyrr í vikunni. Eldurinn breiddist fljótt út og komu nærstaddir bátar fljótt á vettvang til að bjarga skipverjanum sem var einn um borð.

Það var Magni Jóhannsson á Tjúlla KE sem var fyrstur á vettvang og bjargaði manninum. Báturinn stóð þá í björtu báli og er nánast ónýtur. Hjörtur Jóhannsson tók þessa mynd hér að ofan og sýnir vel hversu mikinn eld var um að ræða.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024