Mannránið í Garði: Unnið úr vísbendingum
Enginn hefur enn verið yfirheyrður í tengslum við mannránið í Garðinum á laugardagskvöldið. Karl Hermannsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Keflavík, sagði í samtali við Víkurfréttir í dag að verið væri að „púsla saman" þeim vísbendingum sem fyrir lægju í málinu en nokkrar slíkar hafi borist lögreglu.
Upplýst hefur verið að mennirnir fjórir sem námu karlmann á sjötugsaldri á brott á laugardagskvöldið og misþyrmdu, hafi ekið stórum amerískum bíl, gulbrúnum að lit. Karl hvetur þá sem kunna að búa yfir vitneskju um málið að hafa samband við lögregluna í Keflavík í síma 420 2400 eða 112.
Mynd: Kristinn Óskarsson í Garði varð fyrir heldur óskemmtilegri lífsreynslu á laugardagskvöldið
Upplýst hefur verið að mennirnir fjórir sem námu karlmann á sjötugsaldri á brott á laugardagskvöldið og misþyrmdu, hafi ekið stórum amerískum bíl, gulbrúnum að lit. Karl hvetur þá sem kunna að búa yfir vitneskju um málið að hafa samband við lögregluna í Keflavík í síma 420 2400 eða 112.
Mynd: Kristinn Óskarsson í Garði varð fyrir heldur óskemmtilegri lífsreynslu á laugardagskvöldið