Mannlausa sjókajaka rak að landi – lögregla og björgunarsveit kölluð út
Lögreglunni í Grindavík var í gær tilkynnt um mannlausan sjókajak sem fundist hafði í fjörunni við Selatanga, austan við Grindavík. Lögreglumenn fóru ásamt björgunarsveitarmönnum frá Grindavík á staðinn og við nánari eftirgrennslan fundu þeir annan sjókajak.
Fljótlega kom í ljós að bátarnir höfðu slitnað upp frá Kajakleigunni á Stokkseyri og rekið alla leið að Selatöngum.