Laugardagur 3. júlí 2004 kl. 17:23
Mannlaus bíll fór á Hafnargöturúntinn
Mannlaus bíll rann úr bílastæði við Hafnargötuna og fór þvert yfir götuna og hafnaði þar á öðrum bíl í bílastæði framan við tryggingafélagið Sjóvá Almennar. Að sögn lögreglu varð tjónið ekki mikið. Annars hefur verið lítill erill hjá lögreglumönnum, að sögn varðstjóra.