Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mannlaus bíll á ferðinni
Föstudagur 4. september 2015 kl. 12:52

Mannlaus bíll á ferðinni

Bifreið sem lagt hafði verið í bifreiðastæði í Keflavík í gærkvöld lagði óvænt af stað og rann aftur á bak út úr stæðinu, norður Hafnargötu þar sem hún fór þversum á götunni og hafnaði á annarri bifreið sem var kyrrstæð og mannlaus í nokkurri fjarlægð.

Lítils háttar skemmdir urðu á báðum bifreiðunum en ekki urðu aðrar afleiðingar af ferðalagi þeirrar fyrrnefndu.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024