Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Manngildissjóður RNB: Framlag bæjarsjóðs hækkar í einn milljarð
Fimmtudagur 7. febrúar 2008 kl. 09:53

Manngildissjóður RNB: Framlag bæjarsjóðs hækkar í einn milljarð

Framlag bæjarsjóðs til Manngildissjóðs Reykjanesbæjar verður hækkað í einn milljarð króna. Þetta var samþykkt á bæjarstjórnarfundi nú í vikunni með 7 atkvæðum meirihlutans en minnihlutinn sat hjá.

Manngildissjóðurinn var stofnaður árið 2003 og en hlutverk hans er að veita fjárhagslegan stuðning, styrki og viðurkenningar til verkefna á sviði fræðslu, fjölskyldu- og forvarnarmála, menningar- og lista, umhverfismála, tómstunda- og íþróttamála eða til stuðnings verkefna „í þágu mannræktar og aukins manngildis í Reykjanesbæ,“  eins og segir í tilkynningu.

Undir Manngildissjóð falla m.a. Tómstundasjóður, Íþróttasjóður, Forvarnarsjóður, Menningarsjóður, Listaverkasjóður og Þróunarsjóður leik- og grunnskóla.
Á síðasta ári voru veittar úr sjóðnum samtals kr. 40 milljónir í styrki til ýmissa verkefna


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024