Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Manndráp í Reykjanesbæ: Þingfesting í héraði
Miðvikudagur 11. ágúst 2010 kl. 15:36

Manndráp í Reykjanesbæ: Þingfesting í héraði


Þingfest hefur verið ákæra á hendur rúmlega þrítugum manni sem varð manni á sextugsaldri að bana í Reykjanesbæ í maí síðastliðnum. Í ákæruskjali sem lagt var fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag kemur fram að maðurinn hafi veist harkalega að fórnarlambi sínu með þeim afleiðingum að hann lést skömmu síðar af áverkum sínum. Saksóknari telur brotið varða við 211. almennra hegningarlaga.

Einnig er gerð einkaréttarkrafa í málinu þar sem farið er fram á miska- og skaðabætur úr hendi ákærða auk greiðslu þóknunar vegna réttargæslu, samtals að fjárhæð tæplega fimmtán milljóna króna.
 
Fréttavefurinn www.visir.is greinir frá þessu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024