Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

  • Mannaskít kastað í lögreglumann
  • Mannaskít kastað í lögreglumann
    Sigvaldi Arnar Lárusson lögreglumaður.
Þriðjudagur 22. september 2015 kl. 16:24

Mannaskít kastað í lögreglumann

- spyr hvort þingmenn muni eftir búsáhaldabyltingunni

Sigvaldi Arnar Lárusson, lögreglumaður á Suðurnesjum, skrifar Alþingismönnum bréf í dag og birtir á fésbókarsíðu sinni. Þar minnir hann þingmenn á búsáhaldabyltinguna og spyr hvort þeir muni eftir henni.
„Persónulega fékk ég á mig mannaskít og þvag, gangstéttarhellu sem braut á mér fingur og ég veit ekki hvað og hvað. Ég hef ekki tölu á því hversu oft mér og félögum mínum var hótað lífláti þarna, fjölskyldum okkar var hótað lífláti og meira að segja börnunum okkar,“ segir Sigvaldi Arnar. Bréfið hans má lesa hér að neðan.

Kæri Alþingismaður.
Manstu eftir þessu?


Þarna stóðum við lögreglumenn daga og nætur við að verja ykkur og húsið. Við fórnuðum miklu þarna þessa daga og nætur og tókum við "basicly" öllu sem að okkur var grýtt. Persónulega fékk ég á mig mannaskít og þvag, gangstéttarhellu sem braut á mér fingur og ég veit ekki hvað og hvað. Ég hef ekki tölu á því hversu oft mér og félögum mínum var hótað lífláti þarna, fjölskyldum okkar var hótað lífláti og meira að segja börnunum okkar. Sjálfur átti ég, eins og margir aðrir þarna án efa, lítið ómálga barn sem var meira að segja hóta lífláti og öðrum hlutum sem ég ætla ekki að hafa eftir hér. Þarna stóð ég og vann vinnuna mína og gerði bara nokkuð vel að ég tel undir einhverju mesta álagi sem ég hef verið undir. Ég var ekki á skylduvakt þarna, heldur var ég boðaður á aukavakt vegna þessara mótmæla. Launin voru hvorki meira né minna en 2.336.- krónur á tímann, stóð þarna nokkrar 12 tíma vaktir sem gáfu mér 28.302.- krónur fyrir skatt (hef ekki geð í mér til að reikna þetta í laun eftir skatt). Sjálfur hef ég verið í lögreglunni í 15 ár og líkað allt vel, nema launin, en nú er komið að þolmörkum hjá mér og öðrum. Við höfum reynt að fá launahækkanir í mörg ár, án árangurs.

Á okkur er ekki hlustað.  Af hverju ekki?

Ég er svo barnalegur að ég trúi ekki öðru en að öll viljum við búa í samfélagi þar sem sátt er innan lögreglunnar og að lögreglumenn séu sáttir. En hér er NEWS FLASH fyrir ykkur.....við erum ekki sátt. Við viljum fá sömu launahækkun og öðrum hefur verið boðið, við förum ekki fram á neitt meira en það.

Með vinsemd og virðingu
Sigvaldi Arnar Lárusson
lögreglumaður 0401.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024