Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sunnudagur 5. maí 2002 kl. 18:03

„Mannætuhákarl“ úr suðurhöfum á land í Grindavík

Ólafur Arnberg og hans menn á Eldhamri GK 13 lönduðu óvenjulegum feng í Grindavík í dag. Torkennilegur hákarl hafði komið í netin hjá þeim. Hákarlar sem þessir hafa sjaldan eða aldrei veiðst hér við land og eru þekktari sem „mannætuhákarlar“ í suðurhöfum. Sjálfskipaðir sérfræðingar á bryggjunni í Grindavík höfðu aldrei séð svona hákarl, nema þá á mynd eða í sjónvarpi.Hákarlinn kom í net undan Alviðru, austan við Hjörleifshöfða í gær. Hann veiddist grunnt og var dauður.
Ólafur sagði sína menn hafa verið forvitna um skepnuna en ekki vitað hvaða tegund þetta væri og væru í raun ennþá ekki vissir um hvaða hákarlstegund þetta væri. „Ég veit ekki til þess að svona hákarl hafi veiðst hér við land áður,“ sagði Ólafur Arnberg í samtali við Víkurfréttir í dag.
Hákarlinn fer til rannsóknar hjá Náttúrufræðistofnun á morgun og jafnvel að fiskifræðingar Hafró sýni dýrinu líka áhuga.
Eitt er víst að það er ekki gaman að vita af svona kvikindum í sjónum nálægt sér, enda eiga Íslendingar ekki að venjast svona kvikindum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024