Málverkaþjófnaður
Fimm málverkum úr eigu Listasafns Birgis Guðnasonar var stolið úr geymslu við bakinngang að sýningarsal Birgis að Grófinni 8. Atburðurinn hefur að öllum líkindum átt sér stað á tímabilinu 23. til 27. nóvember. Verkin sem um ræðir eru tvö olíumálverk eftir Einar Ingimundarson u.þ.b 120x90 sentimetrar og heita báðar myndirnar „Frá Hellissandi, Bátar". Eins hurfu tvö olíumálverk eftir Reyni Katrínar, þau eru bæði 90x90 sentimetrar í þvermál og bera nöfnin „Fífur" og „Brim". Að síðustu er það olíumálverkið „Andlit" eftir Gunnar Örn, það er um það bil 75x80 sentimetrar. Þjófnaðurinn hefur verið kærður til Lögreglu sem rannsakar nú málið og er fólk beðið að hafa samband þangað ef það veit um afdrif málverkanna.