Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Málverkasýning til heiðurs Grindavík
Laugardagur 20. janúar 2024 kl. 14:00

Málverkasýning til heiðurs Grindavík

Á laugardaginn, 20. janúar, verða komin upp á veggjum kaffihússins notalega Café Mílanó í Skeifunni í Reykjavík málverk þriggja myndlistarkvenna úr Grindavík. Þar sýna saman verk sín Gerða Hammer, Kristín Linda Jónsdóttir og Sandra Grétarsdóttir sem allar eru búsettar í Grindavík. Sýningin, Grindavíkurlist, er til heiðurs Grindavík og Grindvíkingum á afar erfiðum náttúruhamfaratímum.

Verkin eru unnin með olíu eða akrýl á striga og eru ýmist tengd Grindavík og þeim atburðum sem þar eiga sér stað núna eða ekki. Sýningin verður á Café Mílanó næstu vikur og mánuði og er sölusýning. Ósk Laufdal, listrænn stjórnandi Café Mílanó, bauð listafólki frá Grindavík sýningaraðstöðu á kaffihúsinu en hún hefur séð um myndlistarsýningar þar í tæp þrjú ár og sýnt þar sína myndlist á sama tíma.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindvíkingum svo og öllum öðrum er velkomið að koma og skoða verkin og njóta huggulegheita og veitinga á kaffihúsinu um leið.