Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Málverk til HSS úr Listskreytingasjóði ríkisins
Föstudagur 26. mars 2004 kl. 14:50

Málverk til HSS úr Listskreytingasjóði ríkisins

Tvö málverk eftir listamanninn Guðrúnu Kristjánsdóttur voru hengd upp á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í dag, en stofnunin fékk styrk úr Listskreytingasjóði ríkisins til kaupa á listaverkum.
Listaverkin voru hengd upp á biðstofu stofnunarinnar og á 1. hæð D-álmunnar. Guðrún Kristjánsdóttir listamaður útskýrði myndirnar fyrir starfsfólki stofnunarinnar, en listráðunauturinn Hrafnhildur Schram aðstoðaði við kaupin. Sigríður Snæbjörnsdóttir framkvæmdastjóri HSS sagði við þetta tilefni að hún væri mjög ánægð með listaverkin og að þau myndu sóma sér vel á veggjum stofnunarinnar um ókomna framtíð.

Myndin: Guðrún Kristjánsdóttir útskýrir annað verka sinn sem kallast Dagrenning. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024