Málþing um stöðu skilnaðarbarna
Áfram ábyrg, málþing í Kirkjulundi um stöðu skilnaðarbarna og leiðir til úrbóta verður haldið á morgun, föstudag, kl. 9:30 - 13:00
Um miðjan febrúar árið 2007 var efnt til málþings í Kirkjulundi um stöðu skilnaðarbarna. Í framhaldi var haldið námskeið fyrir fráskilda foreldra þar sem niðurstöðurnar voru kynntar en Kjalarnessprófastsdæmi gaf þær út að þinginu loknu. Haustið 2009 var svo farið af stað með stuðningshóp fyrir skilnaðarbörn í samvinnu sömu aðila. Talsverð reynsla hefur því skapast og verður henni m.a. miðlað á þinginu.
Eftirtaldir tala á þinginu: dr. Gunnar Kristjánsson, Geir Gunnlaugsson landlæknir, Benedikt Jóhannsson sálfræðingur, Sólveig Sigurðardóttir, meistaranemi í félagsráðgjöf, Steinunn Anna Sigurjónsdóttir, cand. psych í sálfræði og Þórólfur Halldórsson sýslumaður.