Málþing um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja haldið í Duushúsum
Menningarráð Reykjanesbæjar stendur fyrir málþingi sem haldið verður í Bíósal Duushúsa í dag. Málþingið, sem er í boði Sparisjóðsins í Keflavík, hefst kl. 14:00 og stendur til kl. 18:00 og fjallað verður um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja, félagasamtaka og einstaklinga í menningarmálum og bæjarhátíðum.
Að loknum framsöguerindum verða pallborðsumræður og ráðstefnuslit.
Hægt er að sjá dagsdkrá málþingsins hér.
Þátttakendur eru hvattir til að skrá sig hér.
Loftmynd/Oddgeir Karlsson