Málþing um eldfjallagarð á Reykjanesskaga
Málþing um eldfjallagarð á Reykjanesskaga verður haldið á morgun, miðvikudaginn 24. mars í Salnum í Kópavogi. Á mælendaskrá eru meðal annars Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri í Grindavík og Kristján Pálsson, formaður Ferðamálasamtaka Suðurnesja. Þá munu nokkrir þekktustu jarðvísindamenn landsins flytja fróðleg erindi á þinginu
Hugmyndir um eldfjallagarð eða jarðminjagarð (Geopark) á Reykjanesi hafa verið til umræðu undanfarið hjá sveitarfélögunum á Suðvesturhorninu. Á Reykjnesskaga eru miklar jarðminjar eða gosminjar sem taldar eru geta haft mikið aðdráttarafl fyrir erlenda gesti, bæði almenna ferðamenn og fólk með jarðfræðiáhuga. Bæjaryfirvöld í Grindavík hafa kynnt hugmyndir sem þau hafa látið vinna um slíkan garð innan sinna landamerkja.
Fjölmörg áhugaverð erindi verða flutt á máþinginu sem stendur yfir frá kl. 12:30 til 17:20. Nánari upplýsingar um dagskrána er hægt að nálgast á vef Náttúrufræðistofu Kópavogs hér.
---
Ljósmynd/elg - Gunnuhver á Reykjanesi.