Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Málþing um byggingamál í Reykjanesbæ
Fimmtudagur 31. október 2013 kl. 10:46

Málþing um byggingamál í Reykjanesbæ

Málþing um byggingamál verður haldið í Reykjanesbæ á morgun, föstudaginn 1. nóvember. Þar verður fjallað um jarðskaut og rafsegulsvið, rakamyndun og myglu í mannvirkjum og ástæður og áhrif þessa á heilsufar íbúa. Fjallað verður um byggingarreglugerðina í nútíð og framtíð og fyrirspurnum svarað.

Þingið er ætlað fagaðilum innan byggingargeirans, húseigendum og almenningi. Sérfræðingar frá Mannvirkjastofnun og Nýsköpunarmiðstöð verða með framsögu og umræður með virkri þátttöku þinggesta.

Það er umhverfis- og skipulagssvið Reykjanesbæjar sem stendur fyrir þessu árlegu málþingi sem haldið verður föstudaginn 1. nóvember frá klukkan 13:00 til 16:30 í ráðstefnusal Íþróttaakademíunnar við Krossmóa 58 í Reykjanesbæ. Markmiðið er að auka meðvitund um mikilvægi þessara þátta í mannvirkjagerð. Þingstjóri er Sigmundur Eyþórsson.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024