Málstofa um skólamál í dag
Fræðslusvið Reykjanesbæjar stendur fyrir opinni málstofu um skólamál þriðjudaginn 17. mars kl. 15:30 - 16:30 í Virkjun, Flugvallarbraut 740.
Heildstæður stuðningur við jákvæða hegðun
Lára Guðmundsdóttir skólastjóri Njarðvíkurskóla/Háaleitisskóla og Guðný Björg Karlsdóttir, deildarstjóri kynna agakerfi (PBS) sem tekið hefur verið upp í Njarðvíkurskóla, Holtaskóla og Myllubakkaskóla.
Sterk saman - uppbygging sjálfsaga
Ragnheiður Ragnarsdóttir grunnskólakennari og Sigurbjörg Róbertsdóttir deildastjóri í Heiðarskóla flytja erindi.
Allir sem áhuga hafa á uppeldis- og fræðslumálum velkomnir.