Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 31. janúar 2001 kl. 08:58

Málið á viðkvæmu stigi

Niðurstaða í óformlegum viðræðum fjögurra sveitarfélaga á Suðurnesjum, sem samþykktu samrunaáætlun Rafmagnsveitu Hafnarfjarðar og Hitaveitu Suðurnesja, við Vatnsleysustrandarhrepp liggur ekki enn fyrir.
Fréttablað Hitaveitu Suðurnesja, Fréttaveitan, segir frá að nokkrir fundir hafi þegar verið haldnir án þess að niðurstaða hafi fengist og er því fullkomin óvissa í málinu.
„Okkur hefur þó skilist að fullur samkomulagsvilji sé hjá öllum viðkomandi. Þrátt fyri það hefur ekki náðst niðurstaða sem allir geta sætt sig við“, segir Júlíus Jónsson forstjóri HS í greininni. Hann bendir jafnframt á að málið sé á mjög viðkvæmu stigi og því sé ekki hægt að gera grein fyrir því efnislega þar sem það gæti torveldað lausn málsins. „Ítarleg greinargerð frá okkur verður að bíða betri tíma, en hún mun verða lögð fram eftir að niðurstaða liggur fyrir.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024