Máli fyrrum sparisjóðsstjóra áfrýjað til Hæstaréttar
Máli Geirmundar Kristinssonar, fyrrum sparisjóðsstjóra Sparisjóðsins í Keflavík, hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar af ríkissaksóknara. Frá þessu er greint á vef Mbl.
Geirmundur var ákærður fyrir umboðssvik en var sýknaður í héraðsdómi 4. nóvember síðastliðinn. Ákæruvaldið hafði krafist óskilorðsbundinnar fangelsisrefsingar, ekki skemur en í fjögur ár.