Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 31. október 2001 kl. 09:11

Málefni Austurlands rædd á aðalfundi SSS

Miklar umræður sköpuðust um málefni Austurlanda á aðalfundi SSS um síðustu helgi. Lögð var fram tillaga þar sem fundurinn var hvattur til að lýsa yfir stuðningi við áform um nýtingu orkulinda til atvinnuuppbyggingar í landshlutanum. Jóhann Geirdal var á móti tillögunni og lagði fram frávísunartillögu sem var felld með 12 atkvæðum gegn 8. „Allar tillögur hér fjalla um hagsmunamál Suðurnesja. Hefði ég vitað að við tækjum fyrir ályktanir um annað þá hefði ég lagt fram ályktun um vaxtamál og skattamál“, sagði Jóhann sem óskaði eftir því að tillagan væri dregin til baka. Eins og fyrr sagði var frávísunartillaga felld og var ályktunin samþykkt. Böðvar Jónsson lýsti yfir stuðningi við frávísunartillögu andstæðings síns, Jóhanns og vakti það athygli meðal fundargesta.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024