Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Málefni aldraðra til umræðu í bæjarstjórn Reykjanesbæjar
Föstudagur 18. nóvember 2005 kl. 09:18

Málefni aldraðra til umræðu í bæjarstjórn Reykjanesbæjar

Umræður voru um aðbúnað aldraðra í Reykjanesbæ á fundi bæjarstjórnar sl. þriðjudag. Þar lagði Ólafur Thordersen, fulltrúi Samfylkingar fram eftirfarandi bókun minnihlutans:

Við undirritaðir bæjarfulltrúar lýsum áhyggjum okkar yfir þeim fjölda aldraðra sem nú eru á biðlista eftir dvalarheimili og hjúkrunarheimili. Samkvæmt nýlegum tölum eru nú 25 á biðlista eftir dvalarrými, þar af 16 í mjög brýnni þörf og 17 á biðlista eftir hjúkrunarrými og þar af 15 í mjög brýnni þörf. Á sama tíma eru aðeins fá rúm á D álmu sjúkrahússins í notkun fyrir aldraða, þrátt fyrir að hún hafi á sínum tíma verið byggð til að mæta þörf fyrir hjúkrunarheimili. Eftir að stjórnendur Heilbrigðisstofnunarinnar ákváðu að breyta notkun D-álmunnar gaf heilbrigðisráðherra það loforð að sjúkir aldraðir ættu þó forgang að D-álmu þar til ný hjúkrunardeild tæki til starfa.

Ólafur Thordersen, Jóhann Geirdal, Guðbrandur Einarsson,
Sveindís Valdimarsdóttir, Kjartan M. Kjartansson.

Fulltrúar minnihlutans sögðu að meirihlutanum væri sjálfsagt að bæta sínum nöfnum undir bókunina til að þrýsta á heilbrigðisráðherra til að bæta aðstæður aldraðra á Suðurnesjum, en þeir treystu sér ekki til þess með þessu orðalagi.

Árni Sigfússon, bæjarstjóri, sagði að enn væri unnið eftir samkomulagi ráðherra og bæjaryfirvalda um að nýtt hjúkrunarheimili með 30 rúmum yrði risið í bænum árið 2007. Heilbrigðisráðherra sé að standa við orð sín og ekki þurfi að bóka sértaka áskorun til hans þess vegna. Hjúkrunarrýmum sé að fjölga á Hlévangi og dagvistun HSS hafi að miklu leyti létt á ákveðinni þjónustuþörf í þeim efnum.

Kjartan Már Kjartansson, Framsóknarflokki, sagði að bókunin væri þörf áminning til ráðherra til að sýna að fólk í Reykjanesbæ væri ekki búið að gleyma loforðinu sem gefið var. Nauðsynlegt væri að brýna menn til góðra verka.

Væntanlegt hjúkrunarheimili mun rísa í Njarðvík þar sem fótboltavöllurinn stendur nú.

Hér má lesa frétt VF um nýja hjúkrunarheimilið

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024