Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Malbikunarframkvæmdir á Suðurstrandarvegi
Miðvikudagur 23. september 2009 kl. 13:22

Malbikunarframkvæmdir á Suðurstrandarvegi


Í þessari viku verður hafist handa við að leggja bundið slitlag á fimmtán kílómetra kafla á Suðurstrandarvegi, frá Þorlákshöfn og niður í Selvog. Samkvæmt verkáætlun NKH-verktaka á Ísafirði verður svo byrjað að vinna við veginn vestan við Selvog um áramót og kaflinn að Krýsuvík kláraður næsta sumar.
Aðeins eftir að bjóða út 15 km kafla frá Krýsuvíkurvegi að Ísólfsskóla en nú er ljóst að hann verður ekki boðinn út í haust eins og til stóð. Á hreimsíður Grindavíkurbæjar er haft eftir Svani Bjarnasyni, svæðisstjóra Suðursvæðis hjá Vegagerð ríkisins, að engu sé hægt að svara nú  hvenær þessi áfangi verður boðinn út. Í upphafi ársins stóð til að bjóða hann út nú í haust en það er ljóst að það verður ekki vegna niðurskurðar á fjármagni til vegamála og alls óljóst hvort það verður á næsta ári.

www.grindavik.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024