Malbikun fyrsta áfanga Reykjanesbrautar lokið
Lokið hefur verið við malbikun á fyrsta áfanga við breikkun Reykjanesbrautar. Um er að ræða 12 km. langan kafla, en framkvæmdir við breikkun brautarinnar hófust þann 11. janúar í fyrra. Vinna við breikkun brautarinnar hefur gengið vel og vonum framar að sögn Halldórs Ingólfssonar verkstjóra verksins. Samkvæmt verksamningi sem verktakafyrirtækin og Vegagerðin undirrituðu eru áætluð verklok 1. desember, en samkvæmt samningnum fá verktakarnir flýtifé verði verkinu lokið 1. október.
Verktakarnir hafa hinsvegar fullan hug á að klára breikkun fyrsta áfanga þann 1. júlí. Að sögn Halldórs hafa verktakafyrirtækin óskað eftir því við vegagerðina að hún taki þátt í aukakostnaði sem flýtingunni fylgir. „Vegagerðin hefur tekið vel í erindið og er verið að vinna að málinu innan Vegagerðarinnar. Ef af verður mun umferð verða hleypt á fyrsta áfangann þann 1. júlí,“ sagði Halldór í samtali við Víkurfréttir.
Forsvarsmenn áhugahóps um örugga Reykjanesbraut komu saman í dag til að fagna þeim áfanga að malbikun fyrsta áfanga væri að ljúka. Steinþór Jónsson forsvarsmaður hópsins sagði í samtali við Víkurfréttir að hópurinn myndi beita sér fyrir því að umferð verði hleypt á þann 1. júlí.
Myndirnar: Síðustu metrarnir malbikaðir við breikkun fyrsta áfanga Reykjanesbrautar. Steinþór Jónsson forsvarsmaður áhugahóps um örugga Reykjanesbraut tekur aðeins í malbikunarvélina til að fagna áfanganum. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.
Verktakarnir hafa hinsvegar fullan hug á að klára breikkun fyrsta áfanga þann 1. júlí. Að sögn Halldórs hafa verktakafyrirtækin óskað eftir því við vegagerðina að hún taki þátt í aukakostnaði sem flýtingunni fylgir. „Vegagerðin hefur tekið vel í erindið og er verið að vinna að málinu innan Vegagerðarinnar. Ef af verður mun umferð verða hleypt á fyrsta áfangann þann 1. júlí,“ sagði Halldór í samtali við Víkurfréttir.
Forsvarsmenn áhugahóps um örugga Reykjanesbraut komu saman í dag til að fagna þeim áfanga að malbikun fyrsta áfanga væri að ljúka. Steinþór Jónsson forsvarsmaður hópsins sagði í samtali við Víkurfréttir að hópurinn myndi beita sér fyrir því að umferð verði hleypt á þann 1. júlí.
Myndirnar: Síðustu metrarnir malbikaðir við breikkun fyrsta áfanga Reykjanesbrautar. Steinþór Jónsson forsvarsmaður áhugahóps um örugga Reykjanesbraut tekur aðeins í malbikunarvélina til að fagna áfanganum. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.