Malbikið flettist upp og flóð á golfvellinum
Óveðrið sem hafði veruleg áhrif í Grindavík teygði anga sína lengra en í Grindavíkurhöfn og frystihús þar. Sjór flæddi í miklu magni inn á neðri hluta Húsatóftavallar og segja kunnugir að aldrei fyrr hafi svo mikið svona mikill sjór flætt inn á golfvöllinn. Stór hluti 15., 16. og 17. brautar voru undir vatni auk þara og grjóts úr fjörunni.
Þá fauk grjót og þari langt upp á veginn á leiðinni frá Grindavík vestur að Reykjanesvita. Malbik flettist upp á kafla og ljóst að mikið hefur gengið á eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem teknar voru á fimmtudagsmorgun, 6. janúar.
Húsatóftavöllur fékk að finna fyrir djúpu lægðinni og var umlukinn sjó að stórum hluta neðan vegar.