Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Malbikað á Grindavíkurvegi í kvöld
Mánudagur 31. júlí 2017 kl. 16:25

Malbikað á Grindavíkurvegi í kvöld

Stefnt er að því að malbika við Seltjörn á Grindavíkurvegi í kvöld til miðvikudags. Annarri akreininni verður lokað á meðan samkvæmt Vegagerðinni og verður umferðinni stýrt.

Umferðarhraði verður lækkaður framhjá vinnusvæðinu og má búast við umferðartöfum frá kl. 20 í kvöld, mánudag, til kl. 6 á miðvikudagsmorgun.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin sem eru þröng og menn og tæki við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024