Malbikað á Grindavíkurvegi í kvöld
	Stefnt er að því að malbika við Seltjörn á Grindavíkurvegi í kvöld til miðvikudags. Annarri akreininni verður lokað á meðan samkvæmt Vegagerðinni og verður umferðinni stýrt.
	
	Umferðarhraði verður lækkaður framhjá vinnusvæðinu og má búast við umferðartöfum frá kl. 20 í kvöld, mánudag, til kl. 6 á miðvikudagsmorgun.
	
	Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin sem eru þröng og menn og tæki við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				