Malbika Grænásbrekkuna
Unnið verður að malbikun í Grænásbrekku í Reykjanesbæ á milli Njarðarbrautar og Grænás 1-3 í kvöld og fram á nótt. Brekkan er nú löðrandi í tjöru og malbikunarvélin er langt komin upp aðra akreinina þegar þetta er skrifað kl. 23.
Hjáleiðir fyrir umferð eru merktar og í tilkynningu frá Reykjanesbæ er beðist velvirðingar á þeim óþægindum sem vegfarendur kunna að verða fyrir.
Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi af malbikuninni nú í kvöld.