Laugardagur 30. mars 2002 kl. 15:09
Malasíumenn með fölsuð skilríki
Samkvæmt fréttum RÚV voru sex Malasíumenn stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli í gær. Vegabréf þeirra reyndust vera fölsuð. Þetta er stærsti hópur ólöglegra innflytjenda sem hefur verið stöðvaður hér á leið vestur um haf.