Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Malarvöllur í Keflavík
Þriðjudagur 10. nóvember 2009 kl. 12:34

Malarvöllur í Keflavík

Nú er búið að fjarlægja allt torf af knattspyrnuvellinum í Keflavík og moka í burtu moldinni sem var undir vellinum. Í staðinn eru komnir stórar malarhrúgur og má eiginlega tala um malarvöll í augnablikinu. Unnið er í undirlaginu undir nýjan grasvöll sem mun verða mun betri en sá sem fyrir var.

Mold sem var undir gamla vellinum var ekið upp á Ásbrú þar sem hún var notuð til að snyrta til umhverfi þar sem áður voru gamlir ruslahaugar Varnarliðsins. Víkurfréttir fengu þá fyrirspurn á dögunum hvort ekki mætti nota moldina úr Keflavíkurvellinum til áframhaldandi uppbyggingar á Kirkjugörðum Keflavíkur við Garðveg. Efnið væri gott og mun betra en það sem í dag er notað í kirkjugarðana. Hjá bæjaryfirvöldum fengust þau svör að moldin úr vellinum hafi verið seld í verkefnið á Ásbrú og það væri forsenda þess að ráðist var í að endurnýja knattspyrnuvöllinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Framkvæmdum við Keflavíkurvöll á að ljúka um áramót en gert er ráð fyrir að hægt verði að spila á nýju grasi um miðjan júní á næsta ári, 2010.

Ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson