Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Mánudagur 14. janúar 2002 kl. 11:59

Malarbíll valt í Stapafelli

Stór malarflutningabíll með tengivagn valt í Stapafelli um kl. 11 í morgun. Ökumaður festist inni í bílnum og voru bæði tækjabíll slökkviliðs og sjúkrabifreið send á staðinn.Ökumaður bifreiðarinnar var staðinn upp inni í bílnum þegar sjúkralið kom á staðinn og þurfti eingöngu að taka framrúðu úr bílnum og gekk bílstjórinn óstuddur út, en lurkum laminn eftir veltuna.
Óhappið varð þegar verið var að losa vagninn í smá halla. Ekki er talið að mikið tjón hafi orðið á bílnum. Bílstjórinn var fluttur á sjúkrahús í Keflavík til skoðunar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024