Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Málað yfir veggjakrotið
Miðvikudagur 30. júlí 2008 kl. 13:21

Málað yfir veggjakrotið

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Málað verður yfir veggjakrotið sem „prýðir“ vegg við göngustíg mill Holtsgötu og Hraunsvegar í Njarðvík. Göngustígurinn er nauðsynleg stytting á leið fólks milli gatna í hverfinu. Stígurinn hefur hinsvegar verið þyrnir í augum margra vegna lélegrar umgengni og sóðaskapar. Veggjakrotið hefur verið vandamál á þessum vegg í mörg ár og ekkert verið aðhafst. Lýsingu er ábótavant á þessum stíg en nú stendur til að bæta úr því.

Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar kannaðist við málið: „Við munum leita allra ráða að stemma stigum við þetta veggjakrot en verðum að gera það í samráði og sátt við eigendur þessara húsa. Það kom krafa um að eitthvað yrðir gert í göngustígnum. Ég var búinn að semja (...) um að setja ljós á vegginn svo hægt væri að lýsa upp göngustíginn. Um leið og það verður gert þá mun veggurinn verða málaður í samráði við eigendur.“ sagði Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, framkvæmdastjóri.