Makrílveiðar við bryggjusporðinn
Smábátasjómenn hafa verið að moka upp makríl við bryggjusporðinn í Keflavík síðustu daga, eins og greint hefur verið frá hér á vef Víkurfrétta. Bátarnir fylla sig á stuttum tíma og hafa verið að landa tvisvar og jafnvel þrisvar á dag.
Einar Guðberg Gunnarsson tók meðfylgjandi myndir af efstu hæð háhýsis við Pósthússtræti sem sýnir tvo báta að veiðum við bryggjusporðinn í Keflavík.