Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Makríll veiðist í Helguvík og á Garðsbryggju
Mánudagur 21. júlí 2008 kl. 10:24

Makríll veiðist í Helguvík og á Garðsbryggju

Makríll einn verðmætasti uppsjávarfiskurinn veiðist við bryggjuna í Garðinum og í Helguvík þessa dagana. Það er nýtt að veiðiáhugamenn séu að veiða makríl hér við bryggjur svæðisins. Davíð Bjarnason, var að veiða í Helguvík og fékk nokkra feita og vel haldna makríla.

Á vef Matís, matvælarannsóknastofu, segir að makríll hafi hingað til ekki talist til nytjastofna á Íslandsmiðum, enda heimkynni hans út af Austurstönd N-Ameríku, í Norðursjó, Miðjarðarhafi og Svartahafi.
Íslensk síldveiðiskip hafa orðið vör við makríl í auknum mæli og veitt makríl í bland við norsk-íslensku síldina austur af landinu síðsumars. Makríll er mjög verðmikill fiskur og verðið er oft yfir 100 kr/kg. fyrir ferskan haustveiddan fisk í vinnslu og fyrir frosinn slægðan fisk veiddan yfir sumartímann.
Nú er í gagni verkefni hjá matís sem hefur það markmið að kanna veiðar uppsjávarfiskiskipa á makríl á Íslandsmiðum, gera mælingar á lögun, koma með lausnir hvernig flokka megi makrílinn frá öðrum fiski um borð og hvernig vinnslu skuli háttað í frystiskipum og fleira. Matís stefnir að því að afrakstur verkefnisins verði sjófrystar íslenskar makrílafurðir en þær hafa ekki verið framleiddar hingað til.
www.matis.is
Mynd af makríl.skip.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024