Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Makrílfjör við ströndina og í höfninni
Laugardagur 25. ágúst 2018 kl. 12:26

Makrílfjör við ströndina og í höfninni

Makrílveiðin í og við Keflavík hefur tekið kipp að undanförnu eftir rólega byrjun. Margir bátar hafa nýtt sér fjörið síðustu daga og má sjá fjölda þeirra við ströndina frá Keflavík og út að Garðskagaflös.
Um tuttugu bátar hafa landað markríl síðustu daga og er aflinn kominn yfir 2 þúsund tonn frá 38 bátum.

Markríllinn hefur verið skemmtileg „innkoma“ í Keflavík á síðustu árum og hafa margir bæjarbúar mætt með stöngina niður á höfn og veitt þar í samkeppni við bátana. Þá hafa margir ánægju af því að sjá bátana nálægt landi við veiðarnar eins og sjá má á myndunum. Drónamyndin er frá Víkurfréttum en hinar frá lesendum á göngu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bátar og menn í baráttu um markrílinn á sjó og frá landi.