Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Makrílæði við Keflavíkurhöfn - stykkið á 10 krónur
Miðvikudagur 10. ágúst 2011 kl. 09:29

Makrílæði við Keflavíkurhöfn - stykkið á 10 krónur

Sannkallað makrílæði er nú við Keflavíkurhöfn og voru fjölmargir við veiðar í gærkvöldi. Beitukaupmenn mættu á svæðið og buðu 10 krónur fyrir stykkið af makríl sem notaður verður til beitu.

Góð makrílveiði hefur verið við Keflavíkurhöfn og einnig hafa veiðimenn verið að moka upp makríl við höfnina í Garði. Meðfylgjandi myndir voru teknar í Keflavík í gærkvöldi.

Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024